*

Bílar 10. febrúar 2015

Jeppasýning Toyota haldin í sjötta sinn

Búist er við á fimmta þúsund gesta á jeppasýningu Toyota og Arctic Trucks um næstu helgi.

Næstkomandi laugardag munu Toyota Kauptúni og Arctic Trucks halda árlega jeppasýningu sína í sjötta sinn. 

Á sýningunni að þessu sinni verða „Íslandsbíllinn“ Land Cruiser 150 með 33" 50 ára afmælispakka, Land Cruiser 200, Hilux og RAV4. Jeppar sem búið er að breyta fyrir 33" – 44" dekk verða sýndir bæði í sal og á útisvæði en sérstök áhersla verður lögð á björgunarsveitabíla. Arctic Trucks mun svo meðal annars sýna sex hjóla Hilux með pallhýsi og með drifi á öllum hjólum.

Á fimmta þúsund gesta komu á sýninguna í fyrra og er reiknað með svipuðum fjölda í ár.