*

Bílar 14. maí 2013

Jepplingur frá Lamborghini

Lamborghini ætlar að hefja framleiðslu á jepplingnum Urus árið 2017.

Róbert Róbertsson

Sportbílaframleiðandinn Lamborghini kemur nokkuð á óvart með yfirlýsingu um að fyrirtækið ætli að framleiða jeppling. Lamborghini er þekktast fyrir að framleiða magnaða ofursportbíla en gaman verður að sjá hvernig þeim tekst til með jepplinginn Urus en tilkynnt hefur verið að framleiðaslan muni hefjast árið 2017.

Um er að ræða bíl sem var kynntur á bílasýningu í Peking í fyrra en þá sem hugmyndabíll. Lítið er vitað um bílinn, annað en að hugmyndaútgáfan er með 584 hestafla, 4 lítra V8 vél frá Audi.

Urus verður byggður á sama undirvagni og Audi Q7, Bently EXP 9 F, Porsche Cayenne og VW Touareg, en verður líklega töluvert léttari en þessir bílar, og munar þar mestu um hátt hlutfall koltrefjaefna í bílnum.