*

Hitt og þetta 9. nóvember 2005

Johnson & Johnson styrkir Ól

Johnson & Johnson, sem er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði heilbrigðisvara, hefur nú tilkynnt að það muni verða opinber samstarfsaðilar ólympíuleikanna í Peking árið 2008, sem og einn aðalstyrktaraðili vetrarólympíuleikanna í Tórínó á Ítalíu á næsta ári.  Fyrirtækið mun einnig styrkja ólympíuleika fatlaðra sem og yfir 20 ólympíunefndir víða um heim. Lyfjafyrirtækið Janssen-Cilag er í eigu Johnson & Johnson og er Icepharma umboðaðili Janssen-Cilag hér á landi.