*

Bílar 4. desember 2014

Jóhönnustjórnin vildi óbrjótanlegar rúður

Í útboði á ráðherrabílum árið 2011 var gerð krafa um að bílarnir væru búnir óbrjótanlegum rúðum. Ekkert varð af kaupunum.

Ríkiskaup fóru í svokallað rammasamningsútboð í nóvember 2011 þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd. Í útboðinu var farið fram á að allir ráðherrabílar væru með óbrjótanlegum rúðum. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er skilgreining á óbrjótanlegri rúðu ekki einhlít. Ef bíll á að vera með algjörlega óbrjótanlegri rúðu er um að ræða skothelt gler.

Að auki er hurðir þykkari, undirvagn sérstaklega styrktur, ef dekk springur er hægt að keyra 50 km og fleira. Þýsku bílarnir eru næstum tvisvar sinnum þyngri og helmingi dýrari þannig útbúnir. Að auki bjóða bílaframleiðendur eingöngu upp á sérstyrktar rúður. Þær þola meira en venjulegar bílrúður en eru þó ekki óbrjótanlegar. Kostnaður við slíkan búnað kostar ekki undir hálfri milljón króna. Bílaumboðin gengu út frá því að um slíkar rúður væri að ræða í útboðinu. Ekkert varð af fyrirhugum kaupum Jóhönnustjórnarinnar á ráðherrabílum.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér