*

Menning & listir 15. júní 2018

Jökullinn Logar gerir vel erlendis

Kvikmyndin hefur verið sýnd á 20 kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Mið- og Suður Ameríku.

Íslenska bíómyndin Jökullinn Logar, sem er bíómynd um íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur notið mikillar velgengni erlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum kvikmyndarinnar.

Kvikmyndin var sýnd í öllum þremur borgunum í Rússlandi sem landsliðið er að fara að spila í á HM. Að sögn aðstandendanna var myndinni mjög vel tekið í öllum borgunum og allsstaðar hafi verið fullt á sýningarnar á myndinni. 

Myndin kom út fyrir tveimur árum síðan og hefur á þessum tíma verið sýnd víða. Hún hefur verið sýnd á 20 kvikmyndahátíðum í  Evrópu, Bandaríkjunum, Mið- og Suður Ameríku. Milljónir manna hafa nú þegar séð kvikmyndina, sem hefur verið sýnd á lykilsjónvarpsstöðvum í 10 löndum, meðal annars í ríkissjónvarpi allra Norðurlandanna.

Hér að neðan má sjá lista yfir hluta af þeim kvikmyndahátíðum sem myndin hefur verið sýnd á og verðlaun sem myndin hefur unnið til.

 • Eddan Awards, Reykjavik, ICELAND 2017 -  Winner, Best Documentary
 • Kicking and Screening, New York, USA  2017 - Opening film - Winner, Best film
 • Best Sport Film Festival, Los Angeles, USA 2017 - Opening film - Winner, Audience Awards
 • Warsaw Film Festival, Warsaw, POLAND 2016 - Official selection 
 • Nordisk Panorama, Stockholm, SWEDEN 2016 - Special screening 
 • Lübeck Nordische Filmtage, Lübeck, GERMANY 2016 - Official selection 
 • Thinking Football Film Festival, Bilbao, SPAIN 2017 - Opening film 
 • Offside Film Festival, Barcelona, SPAIN 2017 - Opening film 
 • 11mm Football Film Festival, Berlin, GERMANY 2017 - Opening film 
 • Trento Film Festival, Trento, ITALY 2017 - Official selection 
 • Cultural de Fútbol, Lima, PERU - 2017 - Official selection 
 • Offside Festival, Thessaloniki, GREECE 2017 - Official selection 
 • Przeglad Filmów, Cracow, POLAND 2017- Official selection 
 • Indy Film Festival, Indianapolis, USA 2017 - Official selection 
 • Hincha Film Fest, Mexico City, MEXICO 2017 - Official selection 
 • Nordeljiik Film Festival, Leeuwarden, NETHERLANDS 2017 - Official selection
 • Cinefoot Film Festival, Rio de Janeiro & São Paulo and Belo Horizonte, BRAZIL 2017, Official selection
Stikkorð: HM  • Sölvi Tryggvason  • Jökullinn Logar