*

Matur og vín 11. október 2021

Jólabjórinn fyrr í sölu

Sala á jólabjór hefst viku fyrr en venja hefur verið hingað til.

ÁTVR mun hefja sölu á jólabjór viku fyrr en verið hefur hingað til eða fimmtudaginn 4. nóvember. Þá verður J-dagurinn einnig fyrr en verði hefur samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. J-dagurinn, sem er að danskri fyrirmynd, markar upphaf á sölu jólabjórs frá Tuborg, sem hefst klukkan 20:59 föstudaginn 29. október að þessu sinni hér á landi.

J-dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Danmörku fyrsta föstudag hvers nóvembermánaðar, allt frá árinu 1981 og markar dagurinn upphaf sölu á jólabjórnum frá Tuborg á öldurhúsum og veitingastöðum landsins.