*

Jólin 13. nóvember 2016

Jólagjöf fyrir áhugasama tækjanörda

Það eru margir sem eru hvað spenntastir fyrir hörðu pökkunum undir jólatrénu og því mikilvægt að kynna sér hvað er helst á óskalistanum hjá tækjanördum landsins.

Smekkur manna er misjafn og nú þegar við förum að undirbúa heilög jól reynum við flest að finna góðar gjafir handa öllum, líka nördunum í fjölskyldunni sem við þráumst við að elska til jafns við hina. Á hverju ári eru ákveðnar „græjur“ sem eru hátt skrifaðar á óskalistum hjá mörgum tækjanördum og því vel til þess fallnar að slá í gegn þegar þær koma undan jólatrénu á aðfangadag.

Leikjatölvur, heilsuúr og sýndarveruleiki

Berglind Ósk Ólafsdóttir, markaðsstjóri ELKO, segir að nokkrar græjur komi að öllum líkindum til með að verða sérstaklega vinsælar fyrir þessi jól. „Fyrir áhugasama tækjanörda myndi ég segja að jólagjöfin í ár sé Playstation Pro eða snjallúr. Playstation Pro er ný útgáfa af Playstation 4 sem skilar „ultra“ HD gæðum úr leikjunum. Hér um að ræða mjög mikla breytingu sem á fullt erindi í jólapakkann. Í snjallúrum má síðan nefna öll heilsuúrin og Apple Watch series 2 sem er vatnshelt, með GPS og sjálfstæðum tónlistarspilara.

Nánar er fjallað um málið í Jólagjafahandbókinni fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-fomi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.