*

Ferðalög & útivist 22. nóvember 2014

Jólainnkaupin á hefðbundnum stöðum

Margir Íslendingar fara erlendis fyrir jólin og kaupa jólagjafir. Bretland er alltaf vinsælt og margir velja að vera í ódýrari borgum en London.

"Þetta er nú alltaf svona tiltölulega hefðbundið á þessum árstíma hjá okkur," segir Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri hjá Icelandair, þegar hann er spurður um hvert Íslendingar fara helst utan landsteinanna til að gera jólainnkaupin. 

Þorvarður segir Bretland alltaf vera vinsælt og það gildi líka fyrir verslunarferðir. "Glasgow stendur þar kannski upp úr í fjölda fólks sem fer gagngert í verslunarferðir. Auðvitað er svo alltaf mikið af fólki sem fer um London í ýmsum tilgangi og verslar í leiðinni."

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, tekur í svipaðan streng þegar spurt er um jólainnkaupin. Hún segir London á meðal vinsælustu áfangastaðanna fyrir jólin. "Margir fljúga til London Gatwick flugvallar og fara þaðan til Brighton en það tekur aðeins um 30 mínútur í lest og er mjög hagstætt að gista þar og versla."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.