*

Matur og vín 6. desember 2013

Jólamáltíð fyrir fólk sem hefur ekki tíma

Dós með níu tegundum af jólamat er komin á markað í Bretlandi.

Þegar það spurðust út að allra hörðustu tölvuleikjanotendur mundu ekki hugsa sig tvisvar um að sleppa jólamáltíðinni til að þurfa ekki að hætta að spila tölvuleik ákvað matvælaframleiðandi að grípa til aðgerða.

The Game bjó til dós með níu lögum af jólamat sem kallast „Christmas Tinner” eða jóladósin. Efsta lagið eru hrærð egg og beikon og undir þeim er hakkað kjöt. Í miðjunni er síðan kalkúnn, kartöflur og steiktar gulrætur og fleira meðlæti og neðst er jólagrautur.

Allt er þetta í einni dós og hannað af Chris Godfrey. Verðið er síðan ekki neitt eða aðeins 1,99 pund. Í markaðssetningu jóladósarinnar er einnig tekið fram að hér sparist uppvask. Dósin er 400 grömm og tekur 12 mínútur að hita. The Daily Mail segir frá málinu í gær. 

Stikkorð: Jólamaturinn  • Jólaspól