*

Menning & listir 20. febrúar 2014

Justin Timberlake kemur í ágúst

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake heldur tónleika hér á landi í ágúst. Þetta er liður í heimstónleikaferð hans.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake heldur tónleika með hljómsveit sinni The Tennessee Kids í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Tónleikarnir verða verða haldnir í Kórnum í Kópavogi og er það einn af viðkomustöðum Timberlake og hljómsveitarinnar á heimstónleikaferðalagi söngvarans.

Fram kemur í tilkynningu að þetta verði í fyrsta sinn sem Kórinn verði nýttur sem tónleikastaður. 

Justin Timberlake bætist í hóp fjölmargra heimsþekktra tónlistarmanna sem væntanlegir eru hingað til lands, s.s. á ýmsar tónlistarhátíðir á árinu. Þar á meðal eru Neil Young sem kemur á ATP-hátíðina, Massive Attack og Flaming Lips sem spila á Iceland Airwaves. 

 

Fjallað var um tónlistarhátíðirnar í Viðskiptablaðinu 13. febrúar síðastliðinn. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.


Hér má sjá Justin Timberlake á tónleikum í síðasta mánuði.