*

Sport & peningar 23. mars 2018

„Kæra Los Angeles, ekkert að þakka“

Zlatan Ibrahimovic tilkynnti um vistaskipti sín, frá Manchester United til LA Galaxy, á einstakn hátt.

Zlatan Ibrahimovic hefur tilkynnt um vistaskipti sín frá Manchester United til Los Angeles Galaxy og gerði það með Zlatan-legasta hætti sem hugsast getur.

Hinn kokhrausti knattspyrnumaður keypti heilsíðuauglýsingu í Los Angeles Times þar sem stóð: „Kæra Los Angeles, ekkert að þakka.“ Auglýsinguna má sjá hér að neðan en utan við þessi orð er lítið annað á síðunni en undirskrift hans og lógó LA Galaxy.

LA Galaxy hafa ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um vistaskipti framherjans en Sports Illustrated hafa sagt samning Zlatans vera þriggja milljóna dala samning til tveggja ára.  

Zlatan hefur lítið spilað síðan hann varð fyrir alvarlegum á meiðslum á hné í apríl á síðasta ári. Fyrsta árið eftir komu sína í ensku úrvalsdeildina skoraði hann þó 28 mörk í 46 leikjum.