*

Bílar 26. ágúst 2013

Kafbátsbíll James Bond til sölu

Uppboðsfyrirtækið telur sig geta fengið 120-180 milljónir fyrir "bíllinn".

Ein þekktasti James Bond bíllinn er til sölu. Hann lék stórt hlutverk í Bond myndinni The Spy Who Loved Me frá árinu 1977. 

Bíllinn er af gerðinni Lotus Esprit. Notast var við tvo bíla í myndinni og sjö skeljar, en "bíllinn" var bæði sportbíll og kafbátur.

Til sölu er eina heillega eintakið af kafbátsbílnum. Skeljarnar höfðu mismunandi tilgang. Til dæmis var ein þeirra eingöngu til að sýna þegar hjólin snérust við í hjólaskálunum.

Uppboðsfyrirtækið RM auction gerir ráð fyrir að 1 - 1,5 milljón Bandaríkjadala fáist fyrir bílinn, eða um 120-180 milljónir.

Eigandinn er Minningarsjóður Ian Flemmings, höfundar bókanna njósnara hennar hátignar.

 

Stikkorð: James Bond  • Lotus Esprit