*

Hitt og þetta 12. desember 2013

Kaffihús í Frakklandi rukkar dónalega kúnna meira

Kaffihús í Nice í Frakklandi hefur ákveðið að rukka kúnna sína meira fyrir kaffibollann ef þeir gleyma mannasiðunum.

Á kaffihúsi einu í Nice í Frakklandi getur það kostað sitt að gleyma að segja „viltu gjöra svo vel" og „takk fyrir mig".

Kaffihúsið, sem heitir La Petite Syrah, rukkar 7 evrur fyrir kaffibollann ef beðið er um kaffi. Ef beðið er um kaffi og sagt „takk" kostar bollinn 4,25 evrur og ef fólk segir: „Góðan daginn, einn kaffi takk,” kostar bollinn 1,4 evrur.

Greinarhöfundurinn Anthony Peregrine hjá The Telegraph fjallar um málið. Hann spyr um leið hvort það sé eðlilegt að þjóð eins og Frakkar, sem eru alræmdir fyrir hroka í þjónustugeiranum, geti leyft sér að krefjast kurteisi frá kúnnum á slíkan hátt.

Peregrine tekur þó fram að þjónar í Frakklandi taki starf sitt mjög alvarlega og eru einfaldlega að krefjast virðingar frá kúnnum og fái þeir hana ekki, þá taki þeir til sinna ráða. Eins og eigendur La Petite Syrah gerðu. Takk.

Stikkorð: Kaffihús  • Kurteisi