*

Sport & peningar 13. janúar 2014

Kalíforníubúar mega ekki kaupa miða á leikinn

Aðdáendur San Fransisco í Kalíforníu munu þurfa að beita brögðum til að fá miða á leikinn gegn Seattle.

Um næstu helgi mætast vesturstrandarliðin San Fransisco 49ers og Seattle Seahawks í undanúrslitum NFL-deildarinnar, en liðin eru bæði í undirdeildinni NFC West og er rígurinn á milli liðanna því töluverður.

Leikurinn mun fara fram næstkomandi sunnudag í Seattle og hafa forsvarsmenn liðsins ákveðið að íbúar Kalíforníuríkis muni ekki fá að kaupa miða á leikinn. Er það gert til að lágmarka fjölda stuðningsmanna 49ers á vellinum, en heimavöllur Seahawks er talinn einhver erfiðasta ljónagryfja deildarinnar.

Eina leiðin fyrir kalíforníska aðdáendur San Fransisco liðsins til að mæta á leikinn verður að kaupa miðana á eftirmarkaði, væntanlega á mun hærra verði en ella.

Stikkorð: NFL  • Seattle  • San Fransisco