*

Hitt og þetta 14. nóvember 2013

Kampavínskassi sem breytist í ísfötu

Framleiðendur Veuve Clicqout eru komnir í jólagírinn og kynna til leiks nýjung sem er askja utan um kamapvín sem breytist í ísfötu.

Þeim sem finnst volgt kampavín tilgangslaust geta glaðst yfir nýjustu hönnun Veuve Clicquot sem heitir „Fashionably Clicquot“ og er askja utan um kampavínsflösku sem breytist síðan í ísfötu.

Þegar askjan breytist í kampavínsfötuna rennur efri hlutinn niður og verður að fötu utan um flöskuna. Neðri hlutinn eða ísfatan líkist í raun pilsi sem er einmitt tilgangurinn þar sem innblásturinn eru tískuhúsin í París.

Þessa stórkostlegu nýjung má kaupa á 80 dali úti í hinum stóra heimi. Gizmodo segir frá málinu hér

Stikkorð: Kampavín  • Veuve Clicquot  • Gaman