*

Ferðalög & útivist 31. mars 2012

Kampavínssturta í flugferð

Viðskiptablaðið ræddi við Guðbjörgu Eddu, forstjóra Actavis, og Birki Hólm, framkvæmdastjóra Icelandair um lífið á ferðalagi.

Lilja Dögg Jónsdóttir

Einn fylgifiskur þess að búa á eyjunni Íslandi er að starfsmenn fjölda fyrirtækja, sem starfa eða eiga samstarfsaðila erlendis, þurfa að ferðast töluvert með flugi. Þeirra á meðal eru þau Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi.

Bæði Birkir og Guðbjörg ferðast að meðaltali aðra hverja viku og segjast helst nýta flugtímann í að svara tölvupósti og sinna öðrum störfum. Þau ferðast með handfarangur og halda bæði sérstaklega upp á Kastrup flugvöll, þó ástæðurnar séu ólíkar.

Guðbjörg sagði Viðskiptablaðinu frá skoplegri reynslu frá síðustu flugferð: „Í fluginu í gær þá upplifði ég það að maðurinn sem sat bak við mig bað um kampavín. Og flugfreyjan náttúrulega fer þá í það að opna kampavínsflösku, hún var með svona stóra kampavínsflösku. Og það var ekki bara tappinn sem fór upp í loft heldur kampavínið líka. Og sprautaðist yfir marga viðstadda og loftið allt útsvínað. Þetta er svona eitt af því sem getur komið fyrir.“

Nánar er rætt við þau Birki og Guðbjörgu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.