*

Veiði 21. október 2012

Kanínan flokkuð sem gæludýr

Íslenska löggjöfin skortir flokk fyrir dýr sem komin eru af tömdum dýrum sem sloppið hafa.

Breyta þarf lögum áður en hægt verður að leyfa almennar veiðar á villtum kanínum á Íslandi, að sögn Bjarna Pálssonar hjá Umhverfisstofnun.

„Í dag eru kanínur flokkaðar sem gæludýr, rétt eins og villikettir, sem þýðir að almennt mega dýralæknar einir aflífa þær. Í íslenska löggjöf skortir í raun flokk, sem á ensku kallast feral animals, þ.e. villt dýr sem komin eru af tömdum dýrum sem sloppið hafa.“

Stikkorð: Veiði  • Kanínur