*

Hitt og þetta 24. ágúst 2004

Karl K. Karlsson semur við AGR

Innflutningsfyrirtækið Karl K. Karlsson hefur skrifað undir samning um kaup á innkaupa og birgðastýringarkerfinu AGR Innkaup. AGR Innkaup tengist Axapta kerfi fyrirtækisins og nýtir gögn þaðan til að gera söluspár og reikna út innkaupamagn sem hagvæmast er að hverju sinni.

Karl K. Karlsson bætist því í hóp fjölmargra fyrirtækja sem nota AGR Innkaup við gerð innkaupatillagna en yfir 20 fyrirtæki hafa fjárfest í hugbúnaðinum segir í tilkynningu frá AGR.

Auk Karls K. Karlssonar þá hafa fjölmörg íslensk fyrirtæki innleitt hugbúnaðinn AGR Innkaup, t.d. Aðföng, ÁTVR, Essó, Fríhöfnin, Húsasmiðjan, Johan Rönning, MS, Nathan&Olsen, Oddi, Olís, Orkuveita Reykjavíkur, PharmaNor og SS.