*

Hitt og þetta 29. ágúst 2013

Kastalar í Bandaríkjunum

Í Bandaríkjunum eru kastalar víða og er byggingarstíllinn fjölbreyttur eins og sjá má í myndasafninu hér að ofan.

Í Bandaríkjunum má finna kastala víða. Þó að þeir geti ekki státað sig af því að vera frá 9. og 10. öld eins og sumir kastalabræður þeirra í Evrópu þá eru þeir og sögur þeirra engu að síður merkilegar.

CNN hefur tekið saman sjö kastala sem þykja merkilegir og eru opnir almenningi. Kastalana má sjá í myndasafninu hér að ofan. 

Kastalarnir á listanum eru til dæmis The Breakers í Newport á Rhode Island. Árið 1893 lét Cornelius Vanderbilt II byggja kastalann. Hann fékk Richard Morris Hunt til að hanna sumarhöllina og fyrirmyndin var 16. aldar Genóvastíll. Og síðan var það ástarsorgin í kringum Coral kastala á Miamí. Edward Leedskalnin var 26 ára þegar hin 16 ára Agnes Scuffs sleit trúlofun þeirra daginn fyrir brúðkaupið. Næstu 28 árin helgaði hann byggingu steinkastalans og er kastalinn nefndur í dag Stonehenge Bandaríkjanna. Iolani kastali er eina fyrrum konungshöllin á bandarískri grundu en hún var helsta táknmynd Havaí þegar hún var kláruð 1882. Í höllinni bjó konungsfjölskylda eyjanna áður en þær urðu hluti af Bandaríkjunum. 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Bandaríkin  • Bandaríkin  • Kastalar