*

Jólin 8. nóvember 2017

Kátt í höllinni

Fullt var út úr dyrum á jólakvöldi Húsgagnahallarinnar í kvöld.

Árlegt jólakvöld Húsgagnahallarinnar var haldið í kvöld og er greinilegt að landsmenn hlakkar til jólanna en verslunin var troðfullu af flottu og glöðu fólki eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki seinna vænna að fara að huga að jólunum enda aðeins 46 dagar til jóla.

Gestir gátu keypt smávöru á 25% afslætti, notið ljúffengra veitinga og hlýtt á kröftuga tóna kórs Lindakirkju, sem keppir til úrslita í lokaþætti Kóra Íslands á Stöð 2 næstkomandi sunnudag.