*

Hitt og þetta 4. nóvember 2013

Katy Perry er vinsælust á Twitter

Katy Perry er með 49 milljón fylgjenda á Twitter. Hún er orðin vinsælli en Justin Bieber.

Katy Perry er stærsta nafnið á Twitter í dag. Samkvæmt tölum frá Guardian er Perry komin með 46,5 milljónir fylgjenda á samskiptasíðunni. Justin Bieber, sem var stærstur, er aftur á móti með 46,49 milljónir fyljgenda. 

Fjórir af fimm vinsælustu mönnunum á Twitter eru söngvarar. Sá eini sem kemst á topplistann yfir vinsælasta fólkið á Twitter, sem er ekki listamaður, er Barack Obama. Hann er með 39,27 milljónir fylgjenda. 

Lady Gaga er með 40,4 milljónir fylgjenda og Taylor Swift er með 36,25 milljónir. 

Stikkorð: Twitter