*

Tölvur & tækni 31. ágúst 2014

Kaupa streymiþjónustu fyrir milljarð

Amazon hefur náð samkomulagi um kaup á streymiþjónustunni Twitch.

Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að það hefði náð samkomulagi um að festa kaup á streymiþjónustunni Twitch sem sérhæfir sig í að sýna efni fyrir tölvuleikjaspilara. Kaupverðið er 970 milljónir dollara en Twitch er rúmlega þriggja ára gamalt fyrirtæki sem í júlí fékk til sín um 55 milljón stakar heimsóknir frá notendum sem horfðu á meira en 15 milljarða af mínútum af efni.

Streymiþjónustan er sem áður sagði miðuð að tölvuleikjaspilurum en þar er fyrst og fremst hægt að horfa á aðra notendur spila tölvuleiki og spjalla saman um framvindu leikjanna. Í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér segir forstjóri Twitch, Emmet Shear, að sameiningin við Amazon muni gera því kleift að nálgast notendur síðunnar enn betur og hraðar en þeir gátu gert sem sjálfstæð streymiþjónusta.

Stikkorð: Jeff Bezos  • Amazon  • Twitch