*

Hitt og þetta 18. júlí 2013

Kaupmenn græða á ófæddu barni

Hafi einhvern alltaf dreymt um að kaupa náttgalla á nýfætt barn með bresku krúnunni þá fæst slíkt í Bretlandi þessa dagana. Og meira til.

Framleiðendur gjafavöru í Bretlandi bíða spenntir eftir næstu fæðingu í bresku konungsfjölskyldunni. Þó að barnið, sem verður þriðji ríkisarfi Bretlands og fyrsta barn Kate Middleton og Vilhjálms Bretaprins, sé ekki fætt eru framleiðendur við öllu búnir.

Barnaföt og önnur barnavara með konunglegu þema fylla flestar hillur í búðum í Bretlandi. Smekkir, náttföt, skór, hringlur og allt sem hægt er að ímynda sér er nú hægt að fá með konunglegu skrauti.

Og ef barnavara í búðum með mynd af krúnunni er ekki nóg þá er alltaf hægt að bóka svítu á Grosvenor House hótelinu. Þar er boðið upp á svítu með konunglegu barnaherbergjaþema. Þrjár nætur í svítunni kosta 6.675 pund eða 1,2 milljón krónur. Í svítunni er barnarúm, skiptiaðstaða sem er skreytt í Beatrix Potter stíl, og dúkkuhús. Einnig fylgir einkaskoðunarferð um Buckingham höll, barnfóstra, snyrtimeðferðir og fleira gott. 

Sjá nánar á The Wall Street Journal