*

Tölvur & tækni 2. september 2014

Keppast um ódýrasta rafbílinn

Tesla og General Motors vinna hörðum höndum að framleiðslu ódýrra rafbíla.

Rafbílaframleiðendurnir Tesla og General Motors vinna hörðum höndum að því að framleiða rafbíla sem myndu kosta í kringum 35.000 dollara (rúmar fjórar milljónir króna) og gætu drifið um 300 kílómetra á einni hleðslu. Þetta kemur fram í greiningu vefmiðilsins Quartz.

Samanlögð sala bílaframleiðendanna gæti tuttugufaldað sölu þeirra en um þessar mundir selja þeir samanlagt á milli 2.000 og 3.000 rafbíla á mánuði. Einn ódýrasti rafbíllinn á markaðnum, Nissan Leaf, kostar 4 milljónir króna en drífur aðeins 135 kílómetra á einni hleðslu og til samanburðar er til bíll sem drífur 300 kílómetra á einni hleðslu, Tesla S, en hann kostar í kringum 10,5 milljónir íslenskra króna.

Til að ná þessu markmiði þurfa Tesla og GM að framleiða nýja gerð af lithium batteríi sem er betra en allar aðrar núverandi gerðir.

Stikkorð: General Motors  • Rafbílar  • Tesla