*

Tölvur & tækni 16. september 2012

Keppinautar iPhone 5

Nýjasta gerð iPhone á í harðri samkeppni við aðra snjallsíma á markaðnum.

Flestir hafa heyrt af því að iPhone 5 var kynntur 12. september af Tim Cook, forstjóra Apple. Fyrstu viðbrögð benda til þess að síminn muni ekki njóta minni hylli en fyrirrennararnir.

Helsta breytingin á nýja símanum er sú að skjárinn er stærri, en hann er nú í hlutföllunum 16:9 sem gerir hann tilvalinn til þess að horfa á háskerpu bíómyndir. Síminn er 18% þynnri, 20% léttari og tvöfalt hraðari en iPhone 4S.

Þó Samsung og Apple beri höfuð og herðar yfir aðra keppinauta á snjallsímamarkaðnum sitja þeir ekki einir að honum. Flestir framleiða síma aðeins eða aðallega fyrir Android eða afsprengi þess, en Nokia hefur bundið trúss sitt við Windows Phone.Farsíminn var fundinn upp af Motorola, en á sviði snjallsíma er fyrirtækið núna fyrst að ná snúningi. Fyrirtækið er nokkuð nýverið komið í eigu Google. Hinn nýji Motorola Razr Maxx þykir lofa góðu. Innvolsið þykir standa fyrir sínu en iðnhönnunin er nokkuð umdeild. Merkilegast er að rafhlaðan á að duga í þrjá sólarhringa notkun.

Nánar er fjallað um iPhone 5 og keppinauta hans í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Apple  • HTC  • Motorola  • iPhone 5  • Motorola Razr Maxx