*

Bílar 14. október 2014

Keppinautur Porsche 911

Mercedes-Benz hefur frumsýnt nýjan sportbíl sem nefnist Mercedes-AMG GT.

Mercedes-Benz frumsýndi í París nýjan sportbíl sem nefnist Mercedes-AMG GT. Bíllinn verður í fyrstu í boði með 4 lítra V8 Biturbo vél sem skilar 510 hestöflum. Minni vél er væntanleg síðar á árinu sem skilar 462 hestöflum.

Stjórnendur Mercedes-Benz eru ófeimnir við að segja að nýja sportbílnum sé ætlað að keppa við Porsche 911, en Mercedes hefur aldrei farið í beina samkeppni við 911. Bæði fyrirtækin eru með höfuðstöðvar í Stuttgart og um tíma áttu þau náið samstarf, ekki síst um smíði véla.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins um bílasýninguna í París. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Mercedes-Benz