*

Ferðalög & útivist 17. september 2013

Kex Hostel í fyrsta sæti hjá CNN

Kex Hostel er eitt af sjö hótelum sem fréttamiðillinn CNN velur sem bestu hótelin á viðráðanlegu verði.

Góðir hlutir gerast þegar gamli fótboltafélagar og vinir úr kvikmyndabransanum ákveða að opna hótel inn í gamalli kexverksmiðju. Svona hefst frétt á vefmiðlinum CNN þar sem talin eru upp sjö hótel sem þykja skara fram úr í verði og kúlheitum.

CNN fer lofsamlegum orðum um Kex og er það talið fyrst upp af hótelunum sjö. Þar segir að markmiðið með hótelinu hafi verið að búa til skemmtilegan stað þar sem ferðamenn og heimamenn gætu komið saman, fengið sér drykk, góðan mat og hlustað á tónlist. Og það hafi algjörlega heppnast.

Umfjöllunina má lesa hér

Stikkorð: Kex Hostel