*

Hitt og þetta 28. nóvember 2013

KFC í boði um borð í vélum Japan Airlines

Stjórnendur Japan Airlines eru svo sannarlega í hátíðarskapi og hafa bætt KFC máltið við matseðil flugfélagsins.

Japan Airlines býður nú upp á máltíðir frá skyndibitastaðnum Kentucky Fried Chicken (KFC) yfir jólahátíðina annað árið í röð. Í boði eru beinlausir kjúklingabitar sem kallast Chicken Bite, brauðbolla með hunangsgljáa, hrásalat og súkkulaðikaka.

Í Japan er mikil hefð fyrir því að borða á skyndibitastaðnum KFC yfir jólin. Ástæðan er sú að í kringum 1970 fór KFC að markaðssetja vörur sínar sem ómissandi þátt í jólahaldi í Japan og svo virðist sem markaðsáætlunin hafi tekist fullkomlega. Í desember selur KFC fimm til tíu sinnum meira af kjúklingi í Japan en í öðrum mánuðum ársins. 

Stuff.co.nz segir frá málinu hér.

Stikkorð: Japan Airlines  • KFC