*

Bílar 15. mars 2019

Kia e-Niro dregur 455 km

Þessi nýjasta útfærsla Kia e-Niro er 100% hreinn rafbíll og hefur því engan útblástur.

Kia e-Niro er nýjasti rafbíllinn úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðands en hann verður frumsýndur í nýju Kia húsi hjá Öskju á morgun laugardag kl 12-16.

Þetta er ný útgáfa af Kia Niro sem fæst nú þegar í Hybrid og Plug-in Hybrid útfærslum. Þessi nýjasta útfærsla Kia e-Niro er 100% hreinn rafbíll og hefur því engan útblástur.

Kia e-Niro er með nýrri og tæknivæddri 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar bílnum drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri skv. nýjum mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða.

Kia e-Niro er framhjóladrifinn eins og Niro Hybrid og Plug-in Hybrid. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju. Bíllinn var upphaflega kynntur sem Niro EV á bílasýningunni í Busan í Suður-Kóreu síðasta sumar en nafni hans hefur verið breytt í e-Niro fyrir evrópskan markað.

Stikkorð: Kia  • e-Niro