*

Bílar 12. febrúar 2013

Kia frumsýnir hugmyndabíl

Blásið verður til veislu á bílasýningunni í Chicago þegar Kia sviptir hulunni af fjórhjóladrifnum hugmyndabíl.

Róbert Róbertsson

Kia frumsýndi á bílasýningunni í Chicago nýjan, fjórhjóladrifinn hugmyndabíl, Cross GT Concept CUV. Hér er um að ræða svonefndan blending sem er stærri en Sorento jeppinn og er með tvinnaflrás.

Allt er lagt í að gera bílinn sem þægilegastan og rúmgóðan. Þá er mikið lagt í innanrýmið þar á meðal ýmiss lúxusbúnaður. Einkenni bílsins er lítil slútun að framan og aftan en mikið hjólhaf. Bíllinn er ennfremur hábyggður og með sítengdu aldrifi.

Bílllinn er með 3,8 lítra, V6 bensínvél og flatur rafmótor sem er undir gólfi bílsins. Samanlegt er afkastageta bílsins 400 hestöfl og togið ekkert smáræði eða alls 678 Nm. Bíllinn kemst 30 km eingöngu fyrir rafmagni en bíllinn mun verða með lágan koltvísýringsútblástur. Samkvæmt upplýsingum frá Kia kemur fram að Cross GT sé náskyldur Sorento en ennþá stærri. Hjólahafið er 3,10 m, eða 40 cm lengra, og lengd bílsins er 4,90 metrar.

Stikkorð: Kia  • Cross GT Concept CUV