*

Bílar 11. júní 2019

Kia kynnir nýjan XCeed

Um er að ræða nýjan bíl frá grunni sem suður-kóreski bílaframleiðandinn mun heimsfrumsýna 26. júní næskomandi.

Kia hefur kynnt til leiks nýjan og sportlegan XCeed. Um er að ræða nýjan bíl frá grunni sem suður-kóreski bílaframleiðandinn mun heimsfrumsýna 26. júní næstkomandi.

XCeed er crossover bíll með coupe lagi og er mjög sportlegur í útliti og er með farangursrými sem er sambærilegt og bílar í jepplingaflokki.

Bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu.

XCeed er rúmgóður að innan og hærri en venjulegur fólksbíll. Aðgengi í bílinn er því mjög gott bæði fyrir ökumann og farþega. Ökumaður situr hærra en í fólksbíl og hefur því gott útsýni yfir veginn. XCeed verður fyrst fáanlegur með bensínvél en mun einnig bjóðast í Plug-in Hybrid útfærslu á næstu misserum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is