*

Bílar 7. janúar 2021

Kia kynnir nýtt merki

Bílaframleiðandinn frá Suður Kóreu breytir skipulagi sínu á sama tíma og breyta merkinu. Settu heimsmet í notkun dróna.

Róbert Róbertsson

Kia kynnti í dag nýtt vörumerki bílaframleiðandans með pompi og prakt. Nýja merkinu er ætlað að vera tákn framsýni og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess að sögn suður-kóreska bílaframleiðandans. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins.

Nýja merkið á að höfða til ört stækkandi viðskiptavinahóps Kia þar sem vinsældir rafbíla og sérsmíðaðra ökutækja eru sniðnar að þörfum notenda á mörkuðum um allan heim. Nýja merkið var kynnt með afar veglegum hætti í Suður-Kóreu þar sem heimsmet var sett með notkun pyrónadróna.

Framtíðarsýn Kia fyrir bílaframleiðslu fyrirtækisins er að skapa nýja vídd sem gerir daglegt líf þægilegra og ánægjulegra með yfirburða samgöngum sem byggjast á nýjungum, notendavænni og umhverfisvænni tækni og yfirgripsmikilli þjónustu. Kia hefur þá stefnu að bjóða vöru og þjónustu sem hæfir þeirri framtíðarsýn að breyta bílum úr því að vera eingöngu samgöngutæki í það að vera ný vídd í daglegu lífi.

„Markmið Kia er að skapa nýja framtíð í samgöngum og raungera drauma fólks með skapandi hugsun og með því að takast á við áskoranir. Nýja merkið er einn liðurinn í umbreytingu fyrirtækisins í þá átt að gera það enn meira spennandi og framsæknara. Það eru afar spennandi tímar hjá Kia sem hefur verið að koma fram með mikið úrval rafbíla á markað að undanförnu," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.

„Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða vel hannaða og trausta bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum. Kia er fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum til að bjóða 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Kia hefur unnið til fjölda alþjóðlegra hönnunarverðlauna fyrir bíla sína á síðustu árum og nýjasti bíll Kia, hinn stóri og stæðilegi Sorento, hefur nú þegar sópað til sín fullt af eftirsóknarverðum verðlaunum - hann er nú væntanlegur í ákaflega spenanndi tengiltvinnútfærslu sem við hjá Öskju fáum í febrúar. Framundan er því áfram mikil sókn hjá Kia á öllum sviðum.“

Jón Trausti bætir við að markaðstaða Kia á Íslandi hafi styrktst jafnt og þétt síðustu árin. Kia hefur undanfarin ár verið næst mest selda bílamerkið á Íslandi með yfir 10% markaðshlutdeild sem hefur verið hæsta hlutdeild Kia í Evrópu. Kia Motors var stofnað árið 1944. Kia selur um 3 milljónir bíla árlega á heimsvísu í 14 verksmiðjum og samsetningarverksmiðjum í átta löndum.

Yfir 40.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og árlegar tekjur þess eru yfir 17 milljarðar Bandaríkjadala. Í höfuðstöðvum Kia í Evrópu er einnig að finna hönnunarmiðstöð Kia, sem hefur lagt sitt af mörkum til að gera Kia að einkar eftirsóttu merki í Evrópu. Í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu eru framleiddir flestir bílar fyrirtækisins fyrir Evrópumarkað.

Stikkorð: Kia  • Jón Trausti Ólafsson