*

Bílar 2. janúar 2022

Kia söluhæsti fólksbílinn á árinu

Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær efsta sætinu yfir árið, en Toyota hefur verið í efsta sætinu í um þrjá áratugi samfleytt.

Róbert Róbertsson

Kia er mest selda bílamerkið yfir fólksbíla árið 2021 á Íslandi samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Kia er með 1.826 nýskráða bíla hér á landi á árinu og er með 14,3% hlutdeild. Toyota er í öðru sæti  með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9 % hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. 

Mercedes-Benz er mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða bíla á árinu. BMW er í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla.

Kia hefur verið á mikilli uppleið undanfarin áratug og aukið söluna jafnt og þétt og nær nú efsta sætinu yfir flestar senda fólksbíla. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær efsta sætinu yfir árið hefur verið í öðru sætin undanfarin ár á eftir Toyota sem hefur verið í efsta sætinu í um þrjá áratugi samfleytt.

Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. 64% nýskráðra bíla eru í almenna notkun, 34% í bílaleigur og 1,1% i annað. Rafbílar eru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar eru 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. 

Ef litið er á einstakar gerðir var Toyota RAV4 mest seldi bíllinn 2021 með nokkrum yfirburðum. Alls seldust 630 RAV4 á árinu. 

Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti.

Stikkorð: Toyota  • Kia  • Hyundai  • Mercedes-Benz  • Tesla