*

Bílar 23. apríl 2021

Kia Sorento vinnur til Red og iF hönnunarverðlauna

Kia vann bæði til Red Dot og iF hönnunarverðlauna á dögunum í flokki stórra sportjeppa.

Róbert Róbertsson

Kia vann bæði til Red Dot og iF hönnunarverðlauna á dögunum í flokki stórra sportjeppa fyrir hinn nýja Kia Sorento Plug-in Hybrid. Sorento, sem er flaggskip bílaflota Kia, hefur þegar unnið til fjölda verðlauna á undanförnum mánuðum. 

Sorento fékk m.a. Gullna stýrið í Þýskalandi í flokki stórra sportjeppa og verðlaun fyrir bestu hönnunina hjá Auto Bild Allrad. Nú er tengiltvinnútfærsla bílsins einnig verðlaunuð fyrir fallega hönnun hjá Red Dot og iF en verðlaunin hjá þessum aðilum þykja þau eftirsóknarverðustu í hönnunarheiminum. Kia hefur fengið alls 47 Red Dot og iF hönnunarverðlaun fyrir bíla sína síðan 2009 sem er einstakur árangur.

Bíllinn kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tengiltvinnbíllinn er nýkominn til landsins og er nú fáanlegur í ílaumboðinu Öskju, umboðsaðila Kia á Íslandi. 

Tvinnbíllinn er með Hybridtækni þar sem  bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Kia Sorento er með nýjum undirvagni og með dráttargetu allt að 2,5 kg.