*

Hitt og þetta 18. júní 2020

Kim gerir samning við Spotify

Kim Kardashian hefur skrifað undir samning við Spotify um hljóðvarpsþátt, Spotify landaði einnig samning við Joe Rogan nú nýlega.

Kim Kardashian hefur gert samning við streymisveituna Spotify um nýjan hljóðvarpsþátt en ekki er ljóst hvað hún fær greitt fyrir gerð þáttanna.

Meðal umræðuefna verður vinna Kim fyrir samtökin Innocence Project en markmið samtakanna er að aðstoða fólk sem hefur verið ranglega kært að að sanna sakleysi sitt. Lori Rothschild Ansaldi, sem einnig hefur starfað fyrir samtökin, mun vinna að gerð hljóðvarpsins samhliða Kim. The Verge fjallar um málið.

Auk Kim gerði Joe Rogan nýlega samning við Spotify en heimildir herma að samningurinn hans hafi verið virði yfir 100 milljónir dollara. Rogan hefur haldið úti vinsældum þáttum á Youtube en vinsælasti þáttur Rogan var viðtal við Elon Musk, forstjóra og stofnanda Teslu, sem er með yfir 35 milljón áhorf. Vegna samningsins við Spotify verður ekki verður hægt að nálgast þætti Rogan í fullri lengd á Youtube síðar á árinu.

Ólíklegt er að samningur Kim hafi verið eins arðbær og þáttur Rogan enda um nýjan þátt að ræða og því óljóst hverjar vinsældir hans kunna að verða.

Spotify hefur verið að færa út kvíarnar hvað varðar hljóðvörp en fyrir utan samning við Kim og Joe Rogan keypti Spotify félagið Gimlet Media nú nýlega.

Stikkorð: Spotify  • Kim Kardashian  • hljóðvörp  • Joe Rogan