*

Bílar 15. desember 2011

Kínverjar leggja skatt á bandaríska bíla

Stjórnvöld í Kína vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð af kaupum á bandarískum bílum. Þeir eru flestir framleiddir í Kína.

Kínversk stjórnvöld eru sögð hafa á teikniborðinu að leggja nýja tolla á innflutning á bílum frá Bandaríkjunum. Tollar verða allt frá 2% til 21,5% og lagðir á til tveggja ára.

Stjórnir bandarísku bílarisanna General Motors, Chrysler, og hinir evróspku Mercedes-Benz, BMW og Honda hafa fengið tilkynningu þessa efnis, að sögn AP-fréttastofunnar.

Fréttastofan bendir á að ákveðin mótsögn felist í álögunum enda séu flestir bílar á markaði í Kína framleiddir þar í landi. Þar á meðal eru bílar frá Ford og General Motors.

Stikkorð: Kína  • Mercedes Benz  • Bílar  • GM  • Ford