
Í mars byrjar leiktímabilið í Kínversku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, en vinsældir deildarinnar hafa aukist mikið undanfarið með tilkomu ýmissa stórstjarna frá Evrópu og víðar.
Í kjölfar þess að auknar áhyggjur eru af því að þessi kaup standi þróun kínverskra leikmanna fyrir þrifum hefur kínverska knattspyrnusambandið tilkynnt um hámarksfjölda erlendra leikmanna sem leyfðir eru í deildinni.
Reglurnar sem taka núþegar gildi leyfa hverju leiði einungis að hafa þrjá erlenda leikmenn á vellinum á hverjum tíma, og þau mega einungis hafa 5 erlenda leikmenn í 18 manna leikmannahóp.
Jafnframt skilyrða reglurnar liðin til að hafa tvo kínverska leikmenn undir 23 ára aldri í liðinu þar sem annar þeirra verður að vera í byrjunarliðinu.
Hingað til hefur hafa reglurnar leyft einn erlendan leikmann til viðbótar frá landi í asíu. Upphaflega áttu nýju reglurnar að taka gildi á næsta ári en nú hefur verið ákveðið að þær taki strax gildi.
Kínverska deildin verður sýnd meðal annars á Sky Sports sjónvarpsstöðinni eftir að sjónvarpsstöðin tryggði sér sýningarréttinn næstu þrjú leiktímabil.