*

Matur og vín 22. september 2013

Kjúklingaréttir Nönnu komnir í verslanir

Fimmtánda matreiðslubók Nönnu Rögnvaldsdóttur er komin út. Bækurnar hafa verið gefnar út á nokkrum tungumálum.

Kjúklingaréttir Nönnu er komin út. Bókin er 15. matreiðslubók Nönnu Rögnvaldardóttur matreiðslubókahöfundar og ritstjóra. Bækur Nönnu hafa komið út á íslensku, ensku og frönsku og ein bókanna (Icelandic Food and Cookery) kom eingöngu út í Bandaríkjunum.

Í nýju bókinni eru fimmtíu kjúklingauppskriftir af öllu tagi: heilir kjúklingar, bringur, læri, leggir, vængir, lifur, afgangaréttir, salöt, samlokur og skyndibitar. Nanna segist hafa reynt að sýna sem flestar ólíkar aðferðir svo að allir, nema grænmetisætur, ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Bókin er fyrir alla, byrjendur og reynda. En hún er skrifuð fyrir vinkonu mína sem ég skuldaði kjúklingauppskrift,“ segir Nanna og bætir við: „Ég á engan sérstakan uppáhaldsrétt en mér finnst alltaf gaman að elda tereyktan kjúkling.“ Iðunn (Forlagið) gefur bókina út.