*

Menning & listir 4. desember 2013

Klassík litapalletta sem endist árin

Þórdís Sandholt í Spaksmannsspjörum segir fólk fremur vera að finna sinn eigin fatastíl í stað þess að elta liti.

Edda Hermannsdóttir

Það er óhætt að segja að fatnaður frá Spaksmannsspjörum sé sígildur og dafni vel í fataskápnum í gegnum árin. „Það eru margar konur sem heimsækja Spaksmannsspjarir rétt fyrir jólin til að forðast jólaköttinn,“ segir Þórdís Ósk Sandholt, verslunarstjóri Spaksmannsspjara.

Hún segir aðalmálið í dag vera að finna eigin stíl frekar en að eltast við einhverja sérstaka liti. „Annars er okkar litapalletta frekar klassísk enda nota konur flíkurnar okkar oft í mörg ár.“

Hún segir jólaverslunina hefjast í kringum 10. desember en núna sé fólk þegar byrjað að skoða. Karlmenn hika heldur ekki við að heimsækja verslunina til að kaupa gjafir. „Já, þeir eru duglegir að koma. Okkur finnst þeir frábærir og gjöfin er oft útpæld hjá þeim.“

Enginn vill lenda í jólakettinum og því er desembermánuður ansi líflegur í fataverslunum. Nánar er fjallað um fatavalið um jólin í Jólagjafahandbókinni sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.