*

Menning & listir 16. apríl 2016

Klikkuð leikjapáskaegg

Falin skilaboð og viðbætur við tölvuleiki kallast á tungumáli spilara „páskaegg“ og leggja margir mikið á sig til að finna slík egg.

Það heyrir frekar til undantekninga í dag ef tölvuleikir eru ekki smekkfullir af svokölluðum páskaeggjum, þ.e. bröndurum, leyniskilaboðum eða viðbótum við leikinn, sem spilarar þurfa að leggja ýmislegt á sig til að finna.

Persónurnar í skotleiknum Gears of War þykja með þeim afkáralega karlmannlegustu í tölvuleikjasögunni. Félagarnir Marcus og Dom tala eins og þeir nærist eingöngu á viskí og sandpappír og eru vöðvastæltari en vísundatuddar. Það eina sem virðist vanta til að fullkomna Marcus er skegg, því aðeins Dom er skeggjaður. Úr því er hægt að bæta með því að stilla á hæsta erfiðleikastig og spila allan fyrsta hluta leiksins án þess að sleppa augunum af Dom í eitt sekúndubrot. Það er erfiðara en að segja það, en takist spilaranum þetta þá hefur hann aflæst því sem kallað er „skeggstilling“ í leiknum. Það sem eftir lifir leiksins eru allar persónur skeggjaðar, bæði menn og konur.

Aðra skeggstillingu er hægt að finna með því að fara í eitt af borðunum í fjölspilaraútgáfu leiksins. Þar er að finna fjórar styttur, sem allar halda sín á hverri bókinni. Með því að skjóta bækurnar kviknar í styttunum og þeim vex skegg. Ef allar fjórar bækurnar eru skotnar vex sólinni sjálfri skegg!

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Tölvuleikir