*

Ferðalög 27. október 2013

Klisjulegustu ferðamyndir í heimi

Mynd af skakka turninum í Písa þar sem viðkomandi þykist halda honum uppi með hendinni þykir ekki töff. Og ekki heldur mynd af sólarlagi.

Það geta ekki allir verið töff, smart, frumlegir, hipp og kúl þegar smellt er af myndavélinni á ferðalögum. Margir halda sig við hefðbundnu sólarlagsmyndirnar, fjörugar hoppumyndir og djókið með að halda uppi skakka turninum í Písa.

Sumum þykir þó nóg um óþolandi klisjulegar myndir á ferðalögum. Félagarnir á Stuff.co.nz hafa tekið saman lista yfir klisjulegustu ferðamyndir í heimi.

Hér koma nokkur myndefni á listanum í röð eftir klisjuskap, það versta er efst.

Skakki turninn í Písa.

Toppurinn á Taj Mahal þar sem einhver þykist klípa í toppinn.

Effelturninn lýstur upp með 20 þúsund perum þannig að hann glitrar. Þetta er gert í fimm mínútur á klukkutíma fresti eftir myrkur. Og allir taka mynd. Allir.

Sólarlag. Hvar sem er.

Hoppumynd. Viðkomandi hoppar upp í loft og smellt er af. Þessi á að gefa eftirfarandi skilaboð: „Það er GAMAN HJÁ MÉR.” En ekki öllum er skemmt. 

Hér má lesa nánar um þessar þreyttu ferðamyndir.

Stikkorð: ferðalög  • Gaman  • Rugl