*

Ferðalög & útivist 11. febrúar 2013

Klósettsafn opnar í Suður-Kóreu

Klósettsafn hefur opnað í Suður-Kóreu en húsið er í laginu eins og klósettskál.

Sim Jae-duck, betur þekktur sem hr. Klósett, var einskonar verndari klósettsins. Heimili hans var í laginu eins og klósett, fyrsta hús sinnar tegundar í heiminum. Þegar hann lést árið 2009 var ákveðið að breyta heimilinu í safn. Bbc.com segir frá málinu á vefsíðu sinni.

Sim Jae-duck barðist alla tíð fyrir bættari klósettsiðum um allan heim í samstarfi við World Toilet Association. Hann stóð einnig fyrir yfirhalningu á klósettum fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta 2002 í Suður-Kóreu. 

Í safninu má finna allskyns hluti sem tengjast klósettinu. Klósettskilti frá öllum heimshornum, ljósmyndir af klósettum og upplýsingar um mikilvægi hreinlætis þegar kemur að klósettferðum. 

Safnið er opið frá tíu á morgnanna og til sex á kvöldin. Það er þó lokað á mánudögum. 

Stikkorð: Suður-Kórea