*

Hitt og þetta 4. júlí 2013

Klósettveitingastaður í Peking

Veitingastaður, sem gæti hugsanlega talist sá ósmekklegasti í heimi, er í Peking. Hann heitir „House of Poo."

Hafi þig alltaf dreymt um að borða á klósettinu þá er til veitingastaður í Peking fyrir þig. Veitingastaðurinn „House of Poo“ er augljóslega ekki allra, eins og nafnið gefur til kynna, en staðurinn býður upp á klósett þema.

Inni á staðnum eru fimmtíu sæti, eða öllu heldur klósettskálar, sem eru myndskreyttar teiknimyndafígúrum.

Blaðamaður hjá CNN kom við á staðnum og sagði matinn ekki vera neitt sérstakan en hugsanlega hafi umhverfið haft áhrif á bragðskynið. Sjá nánar á CNN.

 

 

 

 

Stikkorð: Kína  • Peking  • Kína  • Smekkleysa  • Klósett