*

Sport & peningar 28. janúar 2015

Knattspyrnufélög aldrei eytt jafnmiklu í leikmenn

Enska úrvalsdeildin trónir á toppnum yfir þær deildir sem eyða mestum fjárhæðum í leikmenn.

Knattspyrnufélög heimsins hafa aldrei eytt hærri fjárhæð í leikmannakaup á einu ári líkt og á því síðasta samkvæmt nýrri úttekt alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. BBC News greinir frá þessu.

Samtals eyddu knattspyrnufélög 4,1 milljarði Bandaríkjadala í leikmannakaup á árinu og nemur aukningin 2,1% frá árinu 2013. Mestu eyddu knattspyrnufélög á Englandi eða 1,2 milljarði dala yfir árið sem nemur um fjórðungi heildarfjárhæðarinnar.

Spánverjar eru í öðru sæti listans með 700 milljónir dala og hefðu því þurft að eyða um hálfum milljarði dala í viðbót til þess að komast nálægt Englendingunum í fjárútlátum.

Stikkorð: Knattspyrna  • FIFA