*

Sport & peningar 1. nóvember 2013

Kobe Bryant fær 24 milljónir dollara í dag

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant fær greitt í dag frá Lakers

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hefur ríka ástæðu til þess að brosa í dag. Ástæðan er sú að í dag fær hann 24 milljónir dala greidda frá Los Angeles Lakers. Eins og flestir vita er það félagið sem Bryant spilar með í NBA deildinni. Upphæðin samsvarar um 2,9 milljörðum íslenskra króna. 

Greiðslan er vegna þriggja ára samnings sem Bryant gerði við Lakers árið 2010. Samningurinn hljóðaði upp á 30 milljónir dala en hann myndi fá 24 milljónir af þeim í dag. 

Bryant hefur annars átt mjög erfitt uppdráttar undanfarna mánuði, en hann hefur ekki getað leikið körfubolta frá því í apríl síðastliðnum vegna þrálátra meiðsla. 

Stikkorð: Kobe Bryant