*

Sport & peningar 8. febrúar 2014

Kobe Bryant tekjuhæstur

Fáir komast með hælana þar sem Kobe Bryant er með hælana.

Kobe Bryant er tekjuhæsti leikmaður NBA á árinu 2014 samkvæmt lista Forbes. Heildartekjur Kobe eru metnar á um 64,5 milljónir Bandaríkjadala en þar af eru auglýsingatekjur 34 milljónir.

Næstur á eftir kemur LeBron James sem er með 61,1 milljón Bandaríkjadala í tekjur en þar af koma 42 milljónir frá auglýsingum. Næstir á lista eru Derrick Rose með 38,6 milljónir og Kevin Durant með 31,8 milljónir dollara.

Stikkorð: Kobe Bryant