*

Hitt og þetta 4. desember 2013

Koddi fyrir fólk sem þorir

Hér er jólagjöfin í ár fyrir fólk sem ferðast mikið og er ekki spéhrætt.

Jólagjafirnar verða ekki mikið praktískari en þær sem eru valdar á jólagjafalista fyrir ferðalanginn á vefmiðli The Telegraph. Á listanum sem sjá má hér er útilegutjald, bakpoki, regnjakki, sokkar og ýmislegt sem flestir ættu að geta notað og þá aðallega á ferðalögum.

Einn hlutur á listanum vekur athygli en það er koddi sem heitir Ostrich Pillow (Strútskoddi). Hann þykir fullkominn fyrir fólk sem ferðast mikið og þarf að bíða löngum stundum á flugvöllum. En það er líka tekið fram að þeir sem ætla sér að nota koddann þurfi að búa yfir ágætis sjálfstrausti. Hvers vegna? Jú, skoðið myndirnar á heimasíðu koddans og þá skýrist málið. 

Stikkorð: Ferðalög  • Gaman  • Þægindi