*

Ferðalög 26. mars 2013

Koffort sem breytist í hótelherbergi

Hotello kallast koffort sem breytist í hótelherbergi. Tilvalið fyrir sparsama og félagsfælna ferðalangann sem þráir einveru.

Ef þér finnst súrt að deila svefnherbergi með, segjum fjórum sveittum ferðalöngum á ódýrum gistiheimilum, þá gæti Hotello verið eitthvað fyrir þig. Hotello er nefnilega koffort sem breytist í fjögurra fermetra hótelherbergi. Vefsíðan Gizmodo segir nánar frá hér

Í herberginu er rúm, skrifborð, lampi, hilla, skápur og tjald. Hotello er þó ekki til sölu. Enda kemur fram í greininni um gripinn að  peningurinn sem fari í að ferja koffortið á milli staða gæti allt eins nýst í hótelkostnað. Og síðan vantar hluti eins og míníbar, herðatré og síðast en ekki síst, baðherbergi í herbergið. 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hótel  • Gistiheimili
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is