*

Menning & listir 16. ágúst 2013

Kokteilar og Hemingway í ELLU

Á morgun verður haustlína ELLU kynnt en allur fatnaður tengist lífi og starfi Hemingway.

Edda Hermannsdóttir

Íslenska fatafyrirtækið ELLA kynnir á morgun haustlínuna. Á morgun verður Hemingway bar í ELLU með tilheyrandi kokteilum. Það sem er sérstakt við nýju haustlínu ELLU er að allur fatnaður tengist Hemingway. Fatnaðurinn heitir því nöfnum sem tengjast lífi og starfi Hemingway. 

Elínrós Líndal, listrænn stjórnandi og stofnandi, segir kjólana vera þægilega og fallega. Hægt sé að nota kjólana við hversdagsleg tækifæri og fínni tækifæri. Einnig er kostur að kjólana er hægt að þvo í þvottavél. „Allar konur ættu að eiga svona", segir Elínrós. 

Hún segir bordeaux rauðan vera ríkjandi í haustlínu ELLU. 

 

Stikkorð: Elínrós Líndal  • ELLA