*

Matur og vín 1. júlí 2017

Kokteilar úr kampavíni

Veitingastaðurinn ROK sem stendur á besta stað bæjarins, Frakkastíg 26a, hefur getið sér gott orð fyrir gómsætan íslenskan mat og áhugaverða kokteila.

Kolbrún P. Helgadóttir

Í tilefni sumarsins var hrist hressilega upp í kokteilaseðli staðarins og nokkrir nýir kokteilar hannaðir sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda kampavín. ROK deilir hér broti af því besta með Eftir vinnu.

French75

45 ml gin
25 ml sítrónusafi
15 ml sykursýróp í hristara með ís, hrista og hella í glas toppað upp með kampavíni.

 

Sjá má fleiri uppskriftir í nýjasta tölublaði Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.